Umbun

  • DRI – Differential reinforcement of incompatable behavior

    Æskileg hegðun getur ekki komið fram á sama tíma og óæskileg hegðun, til dæmis getur barn ekki bæði setið og staðið, talað og þagað á sama tíma eða öskrað og hvíslað á sama tíma. Barninu eru kenndar leiðir til þess að skipta út óæskilegri hegðun í æskilega hegðun og þá auka líkur á umbun.

  • DRA – Differential reinforcement of alternative behavior

    Umbun og/eða athygli fæst þegar barnið sýnir aðra hegðun sem er í mótvægi við óæskilegu hegðunina. Til dæmis, barn á að sitja og hlusta en í staðinn labbar það um. Mótvægishegðun við að labba um er að sitja og hlusta, það er sú hegðun sem á að styrkja/launa en ekki sú að ganga um. Óæskilegri…

  • DRO – Differential reinforcement of other behavior

    Er aðferð sem felst í að veita athygli og/eða viðurkenningu þegar óæskileg hegðun hefur ekki verið sýnd í ákveðinn tíma. Dæmi um þetta væri ef barn er gjarnt á að öskra í kennslustundum eða í samverustundum, þá er veitt umbun þegar barnið hefur ekki öskrað í hálfa eða eina mínútu (allt eftir því hversu mikið…

  • Einfalt umbunarkerfi

    Dæmi um einfalt umbunarkerfi til að aðstoða barn að svara spurningum í verkefni eða á prófi:

  • Endurgjöf (feedback)

    Með endurgjöf er átt við upplýsingar sem barnið fær um frammistöðu sína á frekar hlutlausan hátt. Barnið lærir að auka hegðun sem á að auka eða minnka hegðun sem á að minnka. Barnið fær þá reglulega að heyra hvernig það stendur sig, er það að gera meira/minna en áðan, meira en í morgun, meira en…

  • Stýring (prompting)

    Stýring felst í því að fá barnið til að sýna viðeigandi hegðun með því að stýra hegðun þess með munnlegum, skriflegum, myndrænum eða efnislegum áminningum áður en tiltekin hegðun á að eiga sér stað eða með því að beita sýnikennslu eða stýra hreyfingum barnsins. Til að gera sér grein fyrir hvers konar stýring er nauðsynleg…

  • Félagsleg umbun

    Einfaldasta og oft áhrifaríkasta leiðin til að breyta óviðeigandi hegðun er að veita félagslega umbun fyrir viðeigandi hegðun. Félagsleg umbun felst í því að hrósa, sýna nemandanum velvild og athygli, vingjarnlegan svip, bros og tjá ánægju í rödd og fasi. Það má eignni veita nemandanum athygli og hrós með því að gefa honum fimmu, setja þumalinn…

  • Skapa gott samband við barn

    Hér fylgja nokkur ráð um hvernig má skapa gott samband við barn sem gott er að fylgja almennt í samskiptum við börn en eru sérlega mikilvæg þegar börn eru með hegðunarvanda eða tilfinningalegan vanda.