Fagleg aðstoð
-
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands
Ef áhyggjur koma upp af heyrn eða tjáningu er gjarnan beðið um mat á þessum þáttum hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands þar sem stöðin sér um heyrnarmælingar, greiningu og meðferð á heyrnar- og talmeinum. Á stöðinni er veitt fagleg ráðgjöf og þjálfun og endurhæfing fyrir heyrnarlausa, heyrnarskerta og þá sem eru með heyrnar- og/eða talmein.…
-
Ráðgjafar- og greiningarstöð Ríkisins
Ef frumgreining sýnir að barn eða unglingur hafi alvarleg frávik í þroska er barninu vísað til Ráðgjafar- og greiningarstöðvar í nánari greiningu. Hlutverk hennar er að sinna börnum og unglingum með alvarlegar þroskaraskanir um allt land. Stöðin hefur þrjú fagsvið; fagsvið einhverfu, fagsvið hreyfi- og skynhamlana og fagsvið þroskahamlana. Þar er gerð nánari greining á…
-
Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL)
Þegar frumgreining hefur gefið upplýsingar um geðrænan vanda hjá barni/unglingi getur farið af stað ferli sem leiðir til tilvísunar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). BUGL samanstendur af einni göngudeild og tveimur legudeildum; barna- og unglingadeild. Ef frumgreining gefur upplýsingar um geðrænan vanda má vísa máli barns til nánari greiningar til göngudeildar BUGL og mögulega…
-
Barnasálfræðingar / Hegðunarráðgjafar
Hér eru nefndir þeir fagaðilar sem ábyrgðarmenn Ráðavefsins þekkja til og treysta. Innan Reykjavíkurborgar má sækja um hegðunarráðgjöf hjá hegðunarráðgjöfum sem starfa á þjónustumiðstöðum. Farteymi er einnig starfrækt bæði í austur og vestur hluta borgarinnar. Brúarskóli bíður einnig upp á ráðgjöf vegna erfiðrar hegðunar nemenda í grunnskólum í Reykjavík og um allt land. Sálstofan Litla kvíðameðferðarstöðin Einnig…