Almenn ráð

  • DRI – Differential reinforcement of incompatable behavior

    Æskileg hegðun getur ekki komið fram á sama tíma og óæskileg hegðun, til dæmis getur barn ekki bæði setið og staðið, talað og þagað á sama tíma eða öskrað og hvíslað á sama tíma. Barninu eru kenndar leiðir til þess að skipta út óæskilegri hegðun í æskilega hegðun og þá auka líkur á umbun.

  • DRA – Differential reinforcement of alternative behavior

    Umbun og/eða athygli fæst þegar barnið sýnir aðra hegðun sem er í mótvægi við óæskilegu hegðunina. Til dæmis, barn á að sitja og hlusta en í staðinn labbar það um. Mótvægishegðun við að labba um er að sitja og hlusta, það er sú hegðun sem á að styrkja/launa en ekki sú að ganga um. Óæskilegri…

  • DRO – Differential reinforcement of other behavior

    Er aðferð sem felst í að veita athygli og/eða viðurkenningu þegar óæskileg hegðun hefur ekki verið sýnd í ákveðinn tíma. Dæmi um þetta væri ef barn er gjarnt á að öskra í kennslustundum eða í samverustundum, þá er veitt umbun þegar barnið hefur ekki öskrað í hálfa eða eina mínútu (allt eftir því hversu mikið…

  • Almenn ráð við mótþróa

    Leita til fagfólks Mikilvægt er að leita fagaðstoðar ef vandamálið er alvarlegt, er barninu til dæmis hamlandi félagslega eða í námi. Hafa samband við foreldra Mikilvægt er að hafa samband við foreldra barnsins og láta þá vita af vandamálinu og hvernig ætlunin er að leysa það. Raunhæfar væntingar Það er mikilvægt að væntingar til barnsins…

  • Ráð sem eru gagnleg til þess að hafa áhrif á vanvirkni óháð tilgangi hegðunar

    Láta nemandann upplifa sigra í kennslustofunni Mikilvægt er að barn upplifi sigra. Gott er því að hrósa fyrir það sem barnið gerir vel, hversu lítilvægt sem það kann að vera. Mikilvægt er að hrósa fyrir allar framfarir, hversu litlar sem þær eru. Hafa nokkur verkefni í gangi í einu Stundum er gagnlegt að fá nemandann…

  • Ráð við ljótu orðbragði óháð tilgangi hegðunar

    Setja reglu fyrir bekkinn Gott er að setja reglu fyrir bekkinn um að ekki megi veita ljótu orðbragði eða annarri óæskilegri hegðun athygli, t.d. ekki hlæja. Raunhæfar væntingar Það er mikilvægt að væntingar til barnsins séu raunhæfar og sanngjarnar. Sum börn grípa til ljóts orðbragðs af því að þau eiga í erfiðleikum með að ráða…

  • Almenn ráð vegna ljóts orðbragðs

    Barn tekur yfirleitt ekki upp á því að nota ljótt orðbragð án þess að hafa fyrirmynd fyrir hegðuninni.  Gjarnan sjá börn sem nota ljótt orðbragð aðra fá eftirsóknarverð viðbrögð við hegðuninni og grípa síðar hennar þegar þau þurfa á að halda. Athugið að um Tourette heilkenni gæti verið að ræða. Ef markvisst inngrip hefur engin…

  • Almenn ráð við vanvirkni

    Hér eru fyrst tekin saman ráð sem eru gagnleg til þess að hafa áhrif á vanvirkni óháð tilgangi hegðunar. Einnig hafa verið tekin saman ráð út frá mismunandi tilgangi hegðunar, það er mögulegar orsakir vanvirkni og viðeigandi ráð.

  • Almenn ráð við hegðunarvanda

    Ýmsir umhverfisþættir geta kallað fram og viðhaldið óviðeigandi hegðun barns. Því skiptir máli að velta fyrir sér hverjir þessir þættir geta mögulega verið áður en inngrip er búið til. Gott er að hugsa út í: Hvað virðist oftast hafa áhrif á hegðun barnsins? Er athygli frá kennurum og/eða nemendum að viðhalda hegðuninni? Kemst barnið undan…