Vanvirkni
-
Nemandi forðast að vinna verkefni vegna depurðar
Depurðareinkenni koma gjarnan öðruvísi fram hjá börnum en fullorðnum. Algengt er að börn tjái sig ekki um vanlíðan og sýna oft merki pirrings í stað depurðar. Þau sýna stundum óæskilega hegðun, til dæmis geta þau verið óvinveitt, árásagjörn, frek og ýtin við fólkið í kringum sig. Mikilvægt er að leita til fagfólks ef depurðareinkenni eru alvarleg,…
-
Nemandi forðast að vinna verkefni vegna kvíða
Mikilvægt er að leita til fagfólks ef vandamálið er alvarlegt, til dæmis ef það hamlar barninu félagslega eða í námi. Sjá einnig ráð við forðun. Mynda þjónustuteymi Gott er að mynda þjónustuteymi í kringum barnið í skólanum. Í því eru venjulega umsjónarkennari/umsjónarkennarar, deildarstjóri sérkennslu og foreldrar. Mælt er með því að teymið hittist einu sinni…
-
Nemandinn forðast óþægilegar aðstæður með vanvirkni
Ef talið er að vanvirkni barnsins viðhaldist af forðun eru mikilvægustu þættirnir í inngripi við þessari hegðun að: Fylgja fyrirmælum eftir Ef vanvirkni viðhelst af forðun frá verkefnum skiptir máli að fylgja fyrirmælum vel eftir. Þegar bekknum eru gefin fyrirmæli um að vinna verkefni skiptir til dæmis máli að fara fljótlega til barnsins sem um…
-
Nemandinn fær athygli fyrir að sýna aðra hegðun en vinnusemi
Börn þarfnast athygli og viðurkenningu jafnt frá félögum sem fullorðnum. Stundum fær barn hlutfallslega meiri athygli frá barnahópnum og kennurum fyrir að hegða sér á óæskilegan hátt en fyrir það að sýna vinnusemi. Jafnvel neikvæð athygli getur styrkt slíka hegðun, sérstaklega ef jákvæð athygli, þ.e. athygli fyrir það að hafa sér vel, er sjaldan eða…
-
Vinnusemi leiðir ekki til hagstæðra afleiðinga
Tvær ástæður eru nefndar hér, annars vegar að nemandi gæti hafa fengið athygli fyrir að sýna hegðun aðra en vinnusemi og hins vegar að nemandi sé vanvirkur til að forðast óþægilegar aðstæður.
-
Andleg vanlíðan getur orsakað vanvirkni
Nemandi forðast að vinna verkefni vegna kvíða Nemandi forðast að vinna verkefni vegna depurðar
-
Mögulegar orsakir vanvirkni og viðeigandi ráð
Gerðar eru of miklar kröfur til nemandans Algengt er að foreldrar og/eða kennarar ætlist til að barn geti unnið þau verkefni sem flestir jafnaldrar geta gert. Sannleikurinn er sá að færni barna á mismunandi sviðum þroskast mishratt og jafnaldrar geta verið mjög ólíkir að þessu leyti án þess að það sé neitt óeðlilegt við það.…
-
Ráð sem eru gagnleg til þess að hafa áhrif á vanvirkni óháð tilgangi hegðunar
Láta nemandann upplifa sigra í kennslustofunni Mikilvægt er að barn upplifi sigra. Gott er því að hrósa fyrir það sem barnið gerir vel, hversu lítilvægt sem það kann að vera. Mikilvægt er að hrósa fyrir allar framfarir, hversu litlar sem þær eru. Hafa nokkur verkefni í gangi í einu Stundum er gagnlegt að fá nemandann…
-
Almenn ráð við vanvirkni
Hér eru fyrst tekin saman ráð sem eru gagnleg til þess að hafa áhrif á vanvirkni óháð tilgangi hegðunar. Einnig hafa verið tekin saman ráð út frá mismunandi tilgangi hegðunar, það er mögulegar orsakir vanvirkni og viðeigandi ráð.