Greining

  • Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

    Ef áhyggjur koma upp af heyrn eða tjáningu er gjarnan beðið um mat á þessum þáttum hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands þar sem stöðin sér um heyrnarmælingar, greiningu og meðferð á heyrnar- og talmeinum. Á stöðinni er veitt fagleg ráðgjöf og þjálfun og endurhæfing fyrir heyrnarlausa, heyrnarskerta og þá sem eru með heyrnar- og/eða talmein.…

  • Ráðgjafar- og greiningarstöð Ríkisins

    Ef frumgreining sýnir að barn eða unglingur hafi alvarleg frávik í þroska er barninu vísað til Ráðgjafar- og greiningarstöðvar í nánari greiningu. Hlutverk hennar er að sinna börnum og unglingum með alvarlegar þroskaraskanir um allt land. Stöðin hefur þrjú fagsvið; fagsvið einhverfu, fagsvið hreyfi- og skynhamlana og fagsvið þroskahamlana. Þar er gerð nánari greining á…

  • Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL)

    Þegar frumgreining hefur gefið upplýsingar um geðrænan vanda hjá barni/unglingi getur farið af stað ferli sem leiðir til tilvísunar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). BUGL samanstendur af einni göngudeild og tveimur legudeildum; barna- og unglingadeild. Ef frumgreining gefur upplýsingar um geðrænan vanda má vísa máli barns til nánari greiningar til göngudeildar BUGL og mögulega…

  • Geðheilsumiðstöð barna

    Þegar frumathugun hefur átt sér stað, yfirleitt hjá þjónustumiðstöð eða skólaskrifstofu, og sterkar vísbendingar hafa komið fram um athyglisbrest, ofvirkni eða svipuð frávik í hegðun eða líðan hjá börnum á aldrinum fimm til tíu ára er máli barnsins yfirleitt vísað í nánari greiningu til Geðheilsumiðstöðvar barna (GMB). Þeir aðilar sem geta vísað í nánari greiningu…

  • Mótþróaröskun

    Helstu einkenni eru: missa stjórn á skapi sínu, rífast við fullorðna, neita að fara eftir óskum og/eða reglum fullorðinna, pirra fólk vísvitandi, kenna öðrum um eigin mistök, vera hörundsár eða láta pirrast auðveldlega af öðru fólki, reiðast auðveldlega vera full/ur gremju, vera hefnigjarn/hefnigjörn. Um 52% barna sem greinast með mótþróaröskun greinast síðar meir með hegðunarröskun…

  • Ráð við Tourette og kækjum

    Tourette Syndrome er taugasjúkdómur sem lýsir sér með óviðráðanlegum hreyfingum og hljóðum sem kallast kækir. Algengt er að börn með Tourette byrji að sýna kæki í kringum 6 til 7 ára aldur. Gjarnan byrjar þetta með kækjum á borð við að blikka augum. Hljóðkækir koma gjarnan fram í kringum 8 til 9 ára aldurinn. Ekki…

  • Athyglisbrestur með ofvirkni/hvatvísi (ADHD)

    Athyglisbrestur með ofvirkni/hvatvísi vísar til þess sem er í dag talið vera röskun í taugaþroska og hefur áhrif á hegðun. Röskunin er oft kölluð ADHD hérlendis til styttingar á enska heitinu Attention Deficit Hyperactivity Disorder. Einkennum er gjarnan skipt í þrjá flokka: Athyglisbresturinn kemur meðal annars fram í því að einstaklingurinn á erfitt með að…

  • Þroskahömlun

    Þroskahömlun einkennist að mestu af frávikum í vitsmunaþroska og aðlögunarfærni. Börn með þroskahömlun eiga í erfiðleikum við að fást við viðfangsefni sem hentar jafnöldrum þeirra. Þroskahömlun er metin með stöðluðum greindarprófum – sem aðeins sálfræðingur getur lagt fyrir og mati á aðlögunarfærni. Til að greinast með þroskahömlun þarf greind viðkomandi að vera lægri en 70…

  • Tilvísunar- og greiningarferli

    Hver og einn skóli hefur sínar verklagsreglur um tilvísunar- og greiningarferli. Ef starfsfólk skóla hefur áhyggjur af tilteknum nemanda er yfirleitt fyrsta skref að leggja mál barnsins undir sérkennara eða deildarstjóra sérkennslu. Foreldrar eru látnir vita af áhyggjum starfsfólks og þeir hafðir með í ráðum um framhaldið. Málið fer oftast í gegnum nemendaverndarráð þar sem…