Leita sér aðstoðar
-
Barnið sýnir mótþróafulla hegðun vegna depurðareinkenna
Depurðareinkenni koma gjarnan öðruvísi fram hjá börnum en fullorðnum. Algengt er að börn tjái sig ekki um vanlíðan og sýna oft merki pirrings í stað depurðar. Þau sýna stundum óæskilega hegðun, til dæmis geta þau verið óvinveitt, árásagjörn, frek og ýtin við fólkið í kringum sig. Mikilvægt er að leita fagaðstoðar ef depurðareinkenni eru alvarleg eða langvarandi. Skoðið einnig: Barnið kemst…
-
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands
Ef áhyggjur koma upp af heyrn eða tjáningu er gjarnan beðið um mat á þessum þáttum hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands þar sem stöðin sér um heyrnarmælingar, greiningu og meðferð á heyrnar- og talmeinum. Á stöðinni er veitt fagleg ráðgjöf og þjálfun og endurhæfing fyrir heyrnarlausa, heyrnarskerta og þá sem eru með heyrnar- og/eða talmein.…
-
Ráðgjafar- og greiningarstöð Ríkisins
Ef frumgreining sýnir að barn eða unglingur hafi alvarleg frávik í þroska er barninu vísað til Ráðgjafar- og greiningarstöðvar í nánari greiningu. Hlutverk hennar er að sinna börnum og unglingum með alvarlegar þroskaraskanir um allt land. Stöðin hefur þrjú fagsvið; fagsvið einhverfu, fagsvið hreyfi- og skynhamlana og fagsvið þroskahamlana. Þar er gerð nánari greining á…
-
Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL)
Þegar frumgreining hefur gefið upplýsingar um geðrænan vanda hjá barni/unglingi getur farið af stað ferli sem leiðir til tilvísunar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). BUGL samanstendur af einni göngudeild og tveimur legudeildum; barna- og unglingadeild. Ef frumgreining gefur upplýsingar um geðrænan vanda má vísa máli barns til nánari greiningar til göngudeildar BUGL og mögulega…
-
Barnasálfræðingar / Hegðunarráðgjafar
Hér eru nefndir þeir fagaðilar sem ábyrgðarmenn Ráðavefsins þekkja til og treysta. Innan Reykjavíkurborgar má sækja um hegðunarráðgjöf hjá hegðunarráðgjöfum sem starfa á þjónustumiðstöðum. Farteymi er einnig starfrækt bæði í austur og vestur hluta borgarinnar. Brúarskóli bíður einnig upp á ráðgjöf vegna erfiðrar hegðunar nemenda í grunnskólum í Reykjavík og um allt land. Sálstofan Litla kvíðameðferðarstöðin Einnig…
-
Ráð vegna einhverfurófseinkenna
Raskanir á einhverfurófi geta haft mjög ólíka birtingarmynd og því mismunandi hvaða ráð henta þessum hópi barna. Hér fyrir neðan eru ráð sem hafa oft gagnast vel.
-
Þjálfun ákveðinnar færni
Ef kennari verður var við að nemandi dregst aftur úr jafnöldrum í einhverju fagi er mikilvægt að greina í hverju vandinn er fólginn. Þegar um lestrarvanda er að ræða þarf fyrst að ganga úr skugga um að barnið þekki hljóð allra stafana af nánast fullkomnu öryggi. Algengt er að börn eigi erfitt með að aðgreina…
-
Að finna orsök
Óviðeigandi hegðun hefur alltaf hlutverk fyrir þann sem hana sýnir, hvort sem það er til skamms eða lengri tíma. Virknimat (functional assessment) felst í því að safna upplýsingum um samband hegðunar og umhverfis til að greina hver er aðdragandi og hverjar eru afleiðingar hegðunar. Þegar orsakir hegðunar eru þekktar er mun líklegra að inngrip beri…