Erfiðleikar

  • Mótþróakennd hegðun kemur fram vegna kvíða

    Skoðið einnig: Barnið kemst undan fyrirmælum, verkefnum eða öðrum aðstæðum í kjölfar mótþróans og þetta viðheldur vandanum Mikilvægt er að leita ráða hjá þeim aðilum sem annast tilvísun eða ráðleggja varðandi tilvísanir í þínum skóla og skoða hvort leita þurfi fagaðstoðar fyrir barnið. Mynda þjónustuteymi Gott er að mynda þjónustuteymi í kringum barnið í skólanum. Í…

  • Barnið sýnir mótþróafulla hegðun vegna depurðareinkenna

    Depurðareinkenni koma gjarnan öðruvísi fram hjá börnum en fullorðnum. Algengt er að börn tjái sig ekki um vanlíðan og sýna oft merki pirrings í stað depurðar. Þau sýna stundum óæskilega hegðun, til dæmis geta þau verið óvinveitt, árásagjörn, frek og ýtin við fólkið í kringum sig.  Mikilvægt er að leita fagaðstoðar ef depurðareinkenni eru alvarleg eða langvarandi. Skoðið einnig: Barnið kemst…

  • Nemandinn hefur ekki yfirsýn yfir verkefni

    Sum börn eiga erfiðara en önnur með að skipuleggja hvernig þau ætla að vinna verkefni. Verkefnið getur virst óyfirstíganlegt frá upphafi og barnið gefst upp án þess að reyna. Börn með ADHD eiga oft í slíkum erfiðleikum. Sjá ráð við einbeitingarvanda. Yfirstíganleg verkefni Meiri líkur eru á því að barnið hefji vinnu þegar verkið er…

  • Almenn ráð við hegðunarvanda

    Ýmsir umhverfisþættir geta kallað fram og viðhaldið óviðeigandi hegðun barns. Því skiptir máli að velta fyrir sér hverjir þessir þættir geta mögulega verið áður en inngrip er búið til. Gott er að hugsa út í: Hvað virðist oftast hafa áhrif á hegðun barnsins? Er athygli frá kennurum og/eða nemendum að viðhalda hegðuninni? Kemst barnið undan…

  • Ráð við þunglyndis- eða depurðareinkennum

    Helstu einkenni þunglyndis eru mikil vanlíðan, minnkaður áhugi og ánægja af atburðum, þyngdarbreytingar, svefnleysi eða mikil þörf á svefni, skortur á einbeitingu, eirðarleysi eða hægar hreyfingar, þreyta eða orkuleysi, sektarkennd og dauðahugsanir. Þunglyndi eða depurð kemur gjarnan öðruvísi fram hjá börnum en fullorðnum. Algengt er að börn tjái sig ekki um vanlíðan og sýna oft…

  • Þjálfun ákveðinnar færni

    Ef kennari verður var við að nemandi dregst aftur úr jafnöldrum í einhverju fagi er mikilvægt að greina í hverju vandinn er fólginn. Þegar um lestrarvanda er að ræða þarf fyrst að ganga úr skugga um að barnið þekki hljóð allra stafana af nánast fullkomnu öryggi. Algengt er að börn eigi erfitt með að aðgreina…

  • Viðeigandi orðbragð leiðir ekki til hagstæðra afleiðinga fyrir nemandann

    Ef notkun á viðeigandi orðbragði leiðir ekki til hagstæðra afleiðinga gæti viðkomandi barni ekki þótt næg ástæða til að nota viðeigandi orð sem gerir það að verkum að það verður líklegra til að nota ljótt orðbragð sem mögulega leiðir til hagstæðari afleiðinga t.d. athygli félaga.

  • Samvinna leiðir ekki til hagstæðra afleiðinga fyrir nemandann

    Ef samvinna leiðir ekki til hagstæðra afleiðinga gæti viðkomandi barni ekki þótt næg ástæða til að hafa fyrir því að fara eftir fyrirmælum kennara sem gerir það að verkum að það verður líklegra til að gera eitthvað annað sem leiðir til hagstæðari afleiðinga, til dæmis að sýna mótþróa til að komast undan mögulega flóknu og…

  • Barni skortir færni til að fást við erfiðar aðstæður

    Mörg börn skortir þá færni sem þarf til að fást við erfiðar aðstæður og getur það skýrt hvers vegna barn sýnir óviðeigandi hegðun í aðstæðum sem það kann ekki að meðhöndla á annan hátt. Til að mynda getur barn sýnt kröftug reiðiviðbrögð og orðið mjög reitt þegar einhver gerir eitthvað á þeirra hlut ef það…