Raskanir

  • Barnið notar ljótt orðbragð vegna depurðar- eða kvíðaeinkenna

    Depurðareinkenni koma gjarnan öðruvísi fram hjá börnum en fullorðnum. Algengt er að börn tjái sig ekki um vanlíðan og sýna oft merki pirrings í stað depurðar. Þau sýna stundum óæskilega hegðun, til dæmis geta þau verið óvinveitt, árásagjörn, frek og ýtin við fólkið í kringum sig. Mikilvægt er að leita ráða hjá þeim aðilum sem annast…

  • Erfiðleikar með einbeitingu, skipulag, málskilning eða minnisvanda

    Mikilvægt er að leita til fagfólks ef athyglisvandi, óróleiki og/eða hvatvísi er barninu mjög hamlandi í námi eða félagslega. Einbeitingarvandi er oft til staðar hjá börnum með ADHD en er einnig algengur hjá börnum með raskanir á einhverfurófi eða Tourette heilkenni. Einbeitingarvandi er einnig algengur þegar börn eru kvíðin eða döpur. Fjölskylduerfiðleikar, skilnaður, sjúkdómur eða…

  • Mótþróaröskun

    Helstu einkenni eru: missa stjórn á skapi sínu, rífast við fullorðna, neita að fara eftir óskum og/eða reglum fullorðinna, pirra fólk vísvitandi, kenna öðrum um eigin mistök, vera hörundsár eða láta pirrast auðveldlega af öðru fólki, reiðast auðveldlega vera full/ur gremju, vera hefnigjarn/hefnigjörn. Um 52% barna sem greinast með mótþróaröskun greinast síðar meir með hegðunarröskun…

  • Hugræn kenning Becks um þunglyndi

    Aaron T. Beck gerði ráð fyrir að neikvæð hugsanaferli hafi orsakaáhrif á þunglyndi. Samkvæmt honum eru þessi hugsanaferli í þremur lögum og kallast ósjálfráðar hugsanir, lífsreglur og kjarnaviðhorf. Kjarnaviðhorf eru grundvallarskoðanir fólks um sjálft sig, annað fólk og heiminn í heild. Samkvæmt kenningu Becks þróar fólk með sér kjarnaviðhorf út frá lífsreynslu sinni. Fólk lítur…

  • Kjörþögli (Selective mutism)

    Kjörþögli er þegar barn talar ekki í völdum aðstæðum. Gjarnan hefst vandinn þannig að barnið frýs í ákveðnum aðstæðum og talar þess vegna ekki. Þetta endurtekur sig og smám saman verður erfiðara og óhuggulegra í huga barnsins að tala í þessum aðstæðum. Þessi ótti getur síðan færst yfir á aðrar aðstæður. Að lokum getur svo…

  • Ráð við felmtursröskun (panic disorder)

    Þessi kvíðaröskun er algengari hjá unglingum en börnum. Algengt er að helstu áhyggjur barnsins snúist um það að fá kvíðakast og/eða að upplifa áhrif kvíða á líkamann. Barn með felmtursröskun vill gjarnan forðast þær aðstæður þar sem það hefur fengið kvíðakast áður eða þar sem það heldur að það geti mögulega fengið kvíðakast.

  • Kvíði

    Kvíðin börn sýna oft ekki kvíðaeinkenni í skólaumhverfinu. Þau reyna gjarnan að vera fullkomin og fela hræðslu og kvíða fyrir öðrum. Kvíði getur engu að síður haft áhrif á minni, félagsfærni, einbeitingu, athygli sem og skólamætingu og hvata og getu til þess að læra. Mikilvægt er því að bregðast við ef grunur leikur á að nemandi hafi…

  • Ráð við áráttu og þráhyggju

    Börn með áráttu og þráhyggju hafa gjarnan áhyggjur af því að eitthvað hræðilegt muni koma fyrir og mynda með sér rútínur eða fara eftir sérstökum reglum til þess að koma í veg fyrir að hræðilegur atburður muni eiga sér stað.

  • Ráð við þunglyndis- eða depurðareinkennum

    Helstu einkenni þunglyndis eru mikil vanlíðan, minnkaður áhugi og ánægja af atburðum, þyngdarbreytingar, svefnleysi eða mikil þörf á svefni, skortur á einbeitingu, eirðarleysi eða hægar hreyfingar, þreyta eða orkuleysi, sektarkennd og dauðahugsanir. Þunglyndi eða depurð kemur gjarnan öðruvísi fram hjá börnum en fullorðnum. Algengt er að börn tjái sig ekki um vanlíðan og sýna oft…

  • Ráð við Tourette og kækjum

    Tourette Syndrome er taugasjúkdómur sem lýsir sér með óviðráðanlegum hreyfingum og hljóðum sem kallast kækir. Algengt er að börn með Tourette byrji að sýna kæki í kringum 6 til 7 ára aldur. Gjarnan byrjar þetta með kækjum á borð við að blikka augum. Hljóðkækir koma gjarnan fram í kringum 8 til 9 ára aldurinn. Ekki…

  • Athyglisbrestur með ofvirkni/hvatvísi (ADHD)

    Athyglisbrestur með ofvirkni/hvatvísi vísar til þess sem er í dag talið vera röskun í taugaþroska og hefur áhrif á hegðun. Röskunin er oft kölluð ADHD hérlendis til styttingar á enska heitinu Attention Deficit Hyperactivity Disorder. Einkennum er gjarnan skipt í þrjá flokka: Athyglisbresturinn kemur meðal annars fram í því að einstaklingurinn á erfitt með að…

  • Þroskahömlun

    Þroskahömlun einkennist að mestu af frávikum í vitsmunaþroska og aðlögunarfærni. Börn með þroskahömlun eiga í erfiðleikum við að fást við viðfangsefni sem hentar jafnöldrum þeirra. Þroskahömlun er metin með stöðluðum greindarprófum – sem aðeins sálfræðingur getur lagt fyrir og mati á aðlögunarfærni. Til að greinast með þroskahömlun þarf greind viðkomandi að vera lægri en 70…

  • Ráð vegna einhverfurófseinkenna

    Raskanir á einhverfurófi geta haft mjög ólíka birtingarmynd og því mismunandi hvaða ráð henta þessum hópi barna. Hér fyrir neðan eru ráð sem hafa oft gagnast vel.