Í skólastofunni
-
Tjáning tilfinninga
Mörg börn skortir þá færni sem þarf til að fást við erfiðar aðstæður og getur það skýrt hvers vegna barn sýnir óviðeigandi hegðun í aðstæðum sem það kann ekki að meðhöndla á annan hátt. Til að mynda getur barn sýnt mótþróa þegar það á að leysa erfitt verkefni ef það kann ekki tjá tilfinningar sínar…
-
Draga úr (fading)
Þegar verðlaun eru notuð til að fá fram og viðhalda viðeigandi hegðun þarf alltaf að hafa í huga að afmáun er nauðsynleg, það er þegar búið er að auka tíðni þeirrar hegðunar sem sóst var eftir þarf smám saman að minnka verðlaunin fyrir viðeigandi hegðun. Afmáun felst í því að veita verðlaun æ sjaldnar þar…
-
Skráning hegðunar
Til að vita hversu algeng hegðun er, er nauðsynlegt að mæla tíðni eða lengd/varanleika hennar. Það eru tvær ástæður fyrir mikilvægi slíkra mælinga. Í fyrsta lagi getur komið í ljós að hegðunin er sjaldgæfari og því mögulega ekki eins alvarlegt vandamál og talið var í byrjun. Í öðru lagi þarf einhver viðmið til að meta…
-
Hindrun þess að barnið geti hagað sér illa þegar það er búið að vinna sér inn verðlaun
Ef veitt eru verðlaun heima fyrir hegðun í skólanum er þetta yfirleitt ekki vandamál. En ef nauðsynlegt er að veita verðlaun áður en barnið er farið úr aðstæðunum má koma í veg fyrir það með því að veita aukaverðlaun ef barnið sýnir áfram viðeigandi hegðun. Ef verið er að nota táknbundið styrkingarkerfi er hægt að…