Námsörðugleikar
-
Nemandinn á erfitt með að skilja fyrirmæli og/eða leiðbeiningar
Nauðsynlegt er að leita fagaðstoðar til að fást við vandann. Mikilvægt er að auka notkun tákna, mynda og sýnikennslu. Ef um tungumálaerfiðleika er að ræða þarf að sjálfsögðu að útvega kennara/leiðbeinanda sem talar tungu barnsins til að aðstoða það á meðan það er að læra nýja málið. Mikilvægt er einnig að börn njóti kennslu í móðurmáli…
-
Morningside Academy
Morningside Academy skólinn í Seattle, Washington í Bandarikjunum notar eingönguraunprófaðar kennsluaðferðir sem kenna rökhugsun, þrautalausnir, samvinnu og gagnrýna hugsun. Nemendur í skólanum vita alltaf hvers er ætlast af þeim dag hvern þar sem þeir hafa yfirlit yfir markmið og kennslu dagsins. Hegðunareglur skólans eru skýrar og safna nemendur stigum fyrir námsframmistöðu og góða hegðun. Í…
-
Stýrð kennsla
Stýrð kennsla eða Direct Instruction (DI) er kerfisbundin nálgun í kennslu sem samanstendur af þremur þáttum. Í fyrsta lagi felur DI í sér árangursríkar leiðir til þess að kennari og nemandi eigi samskipti þannig að kennslustund hámarki þátttöku nemandans í kennslustundinni. Í öðru lagi felur hún í sér nálgun til þess hvernig eigi að taka…
-
Hröðunarkort
Í fimiþjálfun eða precision teaching (PT) eru notuð svokölluð hröðunarkort. Hröðunarkortin eru hlutlæg, stöðluð 140 daga kort sem gefa lesanda kortsins sjónrænar upplýsingar um breytingar á hegðun yfir tíma. Á hröðunarkorti er bæði hægt að skrá rétta og ranga svörun nemandans. Rétt svörun er skráð fyrir ofan 0-línu en röng svörun fyrir neðan 0-línu. Til þess að…
-
Fimiþjálfun
Fimiþjálfun sem byggir á kennslu eins og Precision Teaching (PT) er leið til þess að æfa færni og mæla árangur kennsluaðferðar. Grunnhugmyndin með PT er að nemandi nái fimi í grunnfærni til þess að hægt sé að blanda ólíka færni í nýja hegðun sem er flóknari og er samsett af mörgum færniseiningum. Það er því hægt að…
-
Þjálfun ákveðinnar færni
Ef kennari verður var við að nemandi dregst aftur úr jafnöldrum í einhverju fagi er mikilvægt að greina í hverju vandinn er fólginn. Þegar um lestrarvanda er að ræða þarf fyrst að ganga úr skugga um að barnið þekki hljóð allra stafana af nánast fullkomnu öryggi. Algengt er að börn eigi erfitt með að aðgreina…
-
Stýring (prompting)
Stýring felst í því að fá barnið til að sýna viðeigandi hegðun með því að stýra hegðun þess með munnlegum, skriflegum, myndrænum eða efnislegum áminningum áður en tiltekin hegðun á að eiga sér stað eða með því að beita sýnikennslu eða stýra hreyfingum barnsins. Til að gera sér grein fyrir hvers konar stýring er nauðsynleg…