Hrós
-
DRI – Differential reinforcement of incompatable behavior
Æskileg hegðun getur ekki komið fram á sama tíma og óæskileg hegðun, til dæmis getur barn ekki bæði setið og staðið, talað og þagað á sama tíma eða öskrað og hvíslað á sama tíma. Barninu eru kenndar leiðir til þess að skipta út óæskilegri hegðun í æskilega hegðun og þá auka líkur á umbun.
-
Hrós
Hrós er jákvæð athygli sem tengist frammistöðu þess sem hrósað er. Ef sá sem er hrósað tengir það við hegðun sem hann hefur sýnt aukast líkurnar á að hann sýni þessa hegðun í framtíðinni. Hrós er besta leiðin til að auka líkur á æskilegri hegðun. Hrós virkar því betur sem viðtakandinn hefur jákvæðara samband og…
-
Að kenna félagsfærni
Hægt er að kenna barni félagsfærni á ýmsan hátt: Hópkennsla (t.d. í lífsleiknitímum), einstaklingskennsla og ýmist lesefni.Einnig getur verið gott að sýna barninu myndband þar sem aðrir tveir jafnaldrar leika sér og svo er þetta æft eins og var gert á myndbandinu. Best er að þjálfunin fari fram í aðstæðum sem eru sem líkastar þeim…
-
Ráð við þunglyndis- eða depurðareinkennum
Helstu einkenni þunglyndis eru mikil vanlíðan, minnkaður áhugi og ánægja af atburðum, þyngdarbreytingar, svefnleysi eða mikil þörf á svefni, skortur á einbeitingu, eirðarleysi eða hægar hreyfingar, þreyta eða orkuleysi, sektarkennd og dauðahugsanir. Þunglyndi eða depurð kemur gjarnan öðruvísi fram hjá börnum en fullorðnum. Algengt er að börn tjái sig ekki um vanlíðan og sýna oft…
-
Stýring (prompting)
Stýring felst í því að fá barnið til að sýna viðeigandi hegðun með því að stýra hegðun þess með munnlegum, skriflegum, myndrænum eða efnislegum áminningum áður en tiltekin hegðun á að eiga sér stað eða með því að beita sýnikennslu eða stýra hreyfingum barnsins. Til að gera sér grein fyrir hvers konar stýring er nauðsynleg…
-
Félagsleg umbun
Einfaldasta og oft áhrifaríkasta leiðin til að breyta óviðeigandi hegðun er að veita félagslega umbun fyrir viðeigandi hegðun. Félagsleg umbun felst í því að hrósa, sýna nemandanum velvild og athygli, vingjarnlegan svip, bros og tjá ánægju í rödd og fasi. Það má eignni veita nemandanum athygli og hrós með því að gefa honum fimmu, setja þumalinn…
-
Hópstyrkingarskilmáli fyrir að veita óviðeigandi hegðun ekki athygli
Það getur verið vandasamt að fá jafningja til að hunsa óviðeigandi hegðun nemanda. Hópstyrkingarskilmáli fyrir barnahópinn er hagkvæm aðferð þegar minnka á tíðni óviðeigandi hegðunar hjá nemanda sem styrkt er af athygli annarra nemenda. Settur er styrkingarskilmáli fyrir allan barnahópinn sem felur í sér að umbunað er fyrir hegðun hvers og eins nemanda eða þá hegðun hópsins…
-
Góð hegðun- leikurinn (The good behavior game)
Góð hegðun- leikurinn (The Good behavior game) er mjög vinsæll til bekkjarstjórnunar og getur hann reynst gagnlegur bæði í leik- og grunnskólum. Það þarf að byrja á því að búa til reglur sem nemendur eiga að fara eftir en það getur verið gott að gera það í samvinnu við börnin, þ.e. leyfa þeim að koma…
-
Lýsandi hrós (descriptive praise)
Lýsandi hrós er hrós þar sem tekið er fram fyrir hvaða hegðun er hrósað. Það er mikilvægt að nota hnitmiðað og beint hrós. Það tryggir að barninu fær að vita fyrir hvað er verið að hrósa. Dæmi um slíkt hrós er að segja „Ég er ánægð að þú vannst verkefnið allan tímann og truflaðir hina…