Kvíði
-
Nemandi forðast að vinna verkefni vegna kvíða
Mikilvægt er að leita til fagfólks ef vandamálið er alvarlegt, til dæmis ef það hamlar barninu félagslega eða í námi. Sjá einnig ráð við forðun. Mynda þjónustuteymi Gott er að mynda þjónustuteymi í kringum barnið í skólanum. Í því eru venjulega umsjónarkennari/umsjónarkennarar, deildarstjóri sérkennslu og foreldrar. Mælt er með því að teymið hittist einu sinni…
-
Mótþróakennd hegðun kemur fram vegna kvíða
Skoðið einnig: Barnið kemst undan fyrirmælum, verkefnum eða öðrum aðstæðum í kjölfar mótþróans og þetta viðheldur vandanum Mikilvægt er að leita ráða hjá þeim aðilum sem annast tilvísun eða ráðleggja varðandi tilvísanir í þínum skóla og skoða hvort leita þurfi fagaðstoðar fyrir barnið. Mynda þjónustuteymi Gott er að mynda þjónustuteymi í kringum barnið í skólanum. Í…
-
Barnið notar ljótt orðbragð vegna depurðar- eða kvíðaeinkenna
Depurðareinkenni koma gjarnan öðruvísi fram hjá börnum en fullorðnum. Algengt er að börn tjái sig ekki um vanlíðan og sýna oft merki pirrings í stað depurðar. Þau sýna stundum óæskilega hegðun, til dæmis geta þau verið óvinveitt, árásagjörn, frek og ýtin við fólkið í kringum sig. Mikilvægt er að leita ráða hjá þeim aðilum sem annast…
-
Hugræn kenning Becks um þunglyndi
Aaron T. Beck gerði ráð fyrir að neikvæð hugsanaferli hafi orsakaáhrif á þunglyndi. Samkvæmt honum eru þessi hugsanaferli í þremur lögum og kallast ósjálfráðar hugsanir, lífsreglur og kjarnaviðhorf. Kjarnaviðhorf eru grundvallarskoðanir fólks um sjálft sig, annað fólk og heiminn í heild. Samkvæmt kenningu Becks þróar fólk með sér kjarnaviðhorf út frá lífsreynslu sinni. Fólk lítur…
-
Kjörþögli (Selective mutism)
Kjörþögli er þegar barn talar ekki í völdum aðstæðum. Gjarnan hefst vandinn þannig að barnið frýs í ákveðnum aðstæðum og talar þess vegna ekki. Þetta endurtekur sig og smám saman verður erfiðara og óhuggulegra í huga barnsins að tala í þessum aðstæðum. Þessi ótti getur síðan færst yfir á aðrar aðstæður. Að lokum getur svo…
-
Ráð við felmtursröskun (panic disorder)
Þessi kvíðaröskun er algengari hjá unglingum en börnum. Algengt er að helstu áhyggjur barnsins snúist um það að fá kvíðakast og/eða að upplifa áhrif kvíða á líkamann. Barn með felmtursröskun vill gjarnan forðast þær aðstæður þar sem það hefur fengið kvíðakast áður eða þar sem það heldur að það geti mögulega fengið kvíðakast.
-
Ráð við áráttu og þráhyggju
Börn með áráttu og þráhyggju hafa gjarnan áhyggjur af því að eitthvað hræðilegt muni koma fyrir og mynda með sér rútínur eða fara eftir sérstökum reglum til þess að koma í veg fyrir að hræðilegur atburður muni eiga sér stað.