juh11
-
Nemandinn á erfitt með að muna fyrirmæli
Hafa fyrirmæli skrifuð Ef barninu gengur erfiðlega að muna fyrirmæli kennarans getur verið gott að hafa þau skrifuð á töfluna eða útbúa myndræn tákn sem má nota endurtekið. Fyrir eldri börn er hægt að láta þau skrifa niður 2-3 punkta varðandi það sem þau eiga að gera til að þau eigi auðveldara með að muna.…
-
Nemandinn nær ekki að fylgjast með fyrirmælum
Sumir nemendur verða svo niðursokknir í verkefnin sín, dagdrauma eða truflast svo af því sem er að gerast í stofunni að þeir missa hvað eftir annað af fyrirmælum. Einnig geta þau verið lengi að skipta athyglinni frá verkefnum að fyrirmælum og verið þá búin að missa af fyrri hluta þeirra þegar þau ná að byrja…
-
Nemandinn hefur ekki yfirsýn yfir verkefni
Sum börn eiga erfiðara en önnur með að skipuleggja hvernig þau ætla að vinna verkefni. Verkefnið getur virst óyfirstíganlegt frá upphafi og barnið gefst upp án þess að reyna. Börn með ADHD eiga oft í slíkum erfiðleikum. Sjá ráð við einbeitingarvanda. Yfirstíganleg verkefni Meiri líkur eru á því að barnið hefji vinnu þegar verkið er…
-
Erfiðleikar með einbeitingu, skipulag, málskilning eða minnisvanda
Mikilvægt er að leita til fagfólks ef athyglisvandi, óróleiki og/eða hvatvísi er barninu mjög hamlandi í námi eða félagslega. Einbeitingarvandi er oft til staðar hjá börnum með ADHD en er einnig algengur hjá börnum með raskanir á einhverfurófi eða Tourette heilkenni. Einbeitingarvandi er einnig algengur þegar börn eru kvíðin eða döpur. Fjölskylduerfiðleikar, skilnaður, sjúkdómur eða…
-
Gerðar eru of litlar kröfur til nemandans
Prófa þyngri verkefni Ef grunur leikur á að verkefnin séu of auðveld fyrir barnið gæti verið gagnlegt að prófa að leyfa því að vinna verkefni sem eru þyngri til að sjá hvort það kveiki á áhuganum og vinnusemi. Til dæmis má fara hraðar í gegnum efni vetrarins (einstaklingsmiðað nám) eða gefa barninu önnur verkefni sem reyna…
-
Gerðar eru of miklar kröfur til nemandans
Gefa verkefni við hæfi Það er mikilvægt að nemandinn fái verkefni sem eru miðuð að núverandi getu hans. Ef barni gengur illa að ná nýrri færni er það oft vegna þess að fimi hefur ekki verið náð í efninu sem kom á undan. Þá getur verið gott að skoða þá þætti sem þurfa að vera…
-
Mögulegar orsakir vanvirkni og viðeigandi ráð
Gerðar eru of miklar kröfur til nemandans Algengt er að foreldrar og/eða kennarar ætlist til að barn geti unnið þau verkefni sem flestir jafnaldrar geta gert. Sannleikurinn er sá að færni barna á mismunandi sviðum þroskast mishratt og jafnaldrar geta verið mjög ólíkir að þessu leyti án þess að það sé neitt óeðlilegt við það.…
-
Ráð sem eru gagnleg til þess að hafa áhrif á vanvirkni óháð tilgangi hegðunar
Láta nemandann upplifa sigra í kennslustofunni Mikilvægt er að barn upplifi sigra. Gott er því að hrósa fyrir það sem barnið gerir vel, hversu lítilvægt sem það kann að vera. Mikilvægt er að hrósa fyrir allar framfarir, hversu litlar sem þær eru. Hafa nokkur verkefni í gangi í einu Stundum er gagnlegt að fá nemandann…
-
Mögulegar orsakir og viðeigandi ráð við ljótu orðbragði
Eftirfarandi skýringar gætu verið á því að barn notar ljótt orðbragð; Barnið kemst undan óþægilegum félagslegum aðstæðum, verkefnum eða fyrirmælum eftir að það notar ljótt orðbragð Barnið notar ljótt orðbragð vegna depurðar- eða kvíðaeinkenna Barnið fær eitthvað eftirsóknarvert í kjölfar hegðunar, til dæmis athygli Að vandinn tengist geðröskunum, líkamlegum sjúkdómum eða félagslegum þáttum Ýmis heilsufarsvandamál…
-
Ráð við ljótu orðbragði óháð tilgangi hegðunar
Setja reglu fyrir bekkinn Gott er að setja reglu fyrir bekkinn um að ekki megi veita ljótu orðbragði eða annarri óæskilegri hegðun athygli, t.d. ekki hlæja. Raunhæfar væntingar Það er mikilvægt að væntingar til barnsins séu raunhæfar og sanngjarnar. Sum börn grípa til ljóts orðbragðs af því að þau eiga í erfiðleikum með að ráða…
-
Almenn ráð vegna ljóts orðbragðs
Barn tekur yfirleitt ekki upp á því að nota ljótt orðbragð án þess að hafa fyrirmynd fyrir hegðuninni. Gjarnan sjá börn sem nota ljótt orðbragð aðra fá eftirsóknarverð viðbrögð við hegðuninni og grípa síðar hennar þegar þau þurfa á að halda. Athugið að um Tourette heilkenni gæti verið að ræða. Ef markvisst inngrip hefur engin…
-
Almenn ráð við vanvirkni
Hér eru fyrst tekin saman ráð sem eru gagnleg til þess að hafa áhrif á vanvirkni óháð tilgangi hegðunar. Einnig hafa verið tekin saman ráð út frá mismunandi tilgangi hegðunar, það er mögulegar orsakir vanvirkni og viðeigandi ráð.
-
Almenn ráð við hegðunarvanda
Ýmsir umhverfisþættir geta kallað fram og viðhaldið óviðeigandi hegðun barns. Því skiptir máli að velta fyrir sér hverjir þessir þættir geta mögulega verið áður en inngrip er búið til. Gott er að hugsa út í: Hvað virðist oftast hafa áhrif á hegðun barnsins? Er athygli frá kennurum og/eða nemendum að viðhalda hegðuninni? Kemst barnið undan…
-
Merkingarbær fyrirmæli
Fyrirmæli eiga að gefa nemendum til kynna að hlýðni leiði til hagstæðra afleiðinga en ekki ef þau hunsa það sem kennarinn segir. Ef það eru engar afleiðingar af því að fylgja eða hunsa fyrirmælum kennara, til dæmis ef kennarinn hrósar aldrei fyrir góða frammistöðu eða þá að nemendur komast upp með vanvirkni, truflandi hegðun eða…
-
Refsing
Refsing kallast hver sá umhverfisþáttur sem birtist eða hættir að birtast í kjölfar hegðunar og verður til þess að hegðunin minnkar í tíðni. Refsing er vandmeðfarin og getur haft slæmar aukaverkanir meðal annars þær að slæma hegðunin sem refsað er fyrir versni með endurtekinni refsingu. Hér er nánast einungis mælt með aðferðum þar sem ákveðin…
-
Styrking
Styrking kallast hver sá umhverfisþáttur sem birtist eða hættir að birtast í kjölfar hegðunar og verður til þess að hegðunin eykst í tíðni.
-
Virk skilyrðing
Styrking kallast hver sá umhverfisþáttur sem birtist eða hættir að birtast í kjölfar hegðunar og verður til þess að hegðunin eykst í tíðni. Refsing kallast sá umhverfisþáttur sem birtist eða hættir að birtast á eftir hegðun og verður til þess að hún minnkar í tíðni. Þegar áhrif eru höfð á afleiðingu hegðunar með þeim árangri að…
-
Morningside Academy
Morningside Academy skólinn í Seattle, Washington í Bandarikjunum notar eingönguraunprófaðar kennsluaðferðir sem kenna rökhugsun, þrautalausnir, samvinnu og gagnrýna hugsun. Nemendur í skólanum vita alltaf hvers er ætlast af þeim dag hvern þar sem þeir hafa yfirlit yfir markmið og kennslu dagsins. Hegðunareglur skólans eru skýrar og safna nemendur stigum fyrir námsframmistöðu og góða hegðun. Í…
-
Stýrð kennsla
Stýrð kennsla eða Direct Instruction (DI) er kerfisbundin nálgun í kennslu sem samanstendur af þremur þáttum. Í fyrsta lagi felur DI í sér árangursríkar leiðir til þess að kennari og nemandi eigi samskipti þannig að kennslustund hámarki þátttöku nemandans í kennslustundinni. Í öðru lagi felur hún í sér nálgun til þess hvernig eigi að taka…
-
Hröðunarkort
Í fimiþjálfun eða precision teaching (PT) eru notuð svokölluð hröðunarkort. Hröðunarkortin eru hlutlæg, stöðluð 140 daga kort sem gefa lesanda kortsins sjónrænar upplýsingar um breytingar á hegðun yfir tíma. Á hröðunarkorti er bæði hægt að skrá rétta og ranga svörun nemandans. Rétt svörun er skráð fyrir ofan 0-línu en röng svörun fyrir neðan 0-línu. Til þess að…