juh11
-
Raunhæfar og sanngjarnar kröfur
Það er mikilvægt að væntingar til barnsins séu raunhæfar og sanngjarnar. Raunhæfar kröfur felast í því að markmiðið má ekki vera það erfitt í fyrstu að barnið nær ekki að standast það, beita þarf hægfara námundun. Til að mynda er ekki raunhæft að ætlast til að barn sem hefur aðeins sýnt vinnusemi í um 30%…
-
Gerð og notkun hegðunarsamnings
Hegðunarsamningur er skriflegt eða munnlegt samkomulag á milli skjólstæðings og meðferðaraðila, leiðbeinanda, kennara, foreldra og/eða annarra um þær væntingar sem eru gerðar til skjólstæðingsins og hverjar séu afleiðingar af viðeigandi og óviðeigandi hegðun. Tilgangur hegðunarsamninga er að ná samkomulagi um hvaða hegðun eigi að breyta. Allir sem viðkoma mótuninni hafa aðgang að viðmiðum til að…
-
Tjáning tilfinninga
Mörg börn skortir þá færni sem þarf til að fást við erfiðar aðstæður og getur það skýrt hvers vegna barn sýnir óviðeigandi hegðun í aðstæðum sem það kann ekki að meðhöndla á annan hátt. Til að mynda getur barn sýnt mótþróa þegar það á að leysa erfitt verkefni ef það kann ekki tjá tilfinningar sínar…
-
Draga úr (fading)
Þegar verðlaun eru notuð til að fá fram og viðhalda viðeigandi hegðun þarf alltaf að hafa í huga að afmáun er nauðsynleg, það er þegar búið er að auka tíðni þeirrar hegðunar sem sóst var eftir þarf smám saman að minnka verðlaunin fyrir viðeigandi hegðun. Afmáun felst í því að veita verðlaun æ sjaldnar þar…
-
Skráning hegðunar
Til að vita hversu algeng hegðun er, er nauðsynlegt að mæla tíðni eða lengd/varanleika hennar. Það eru tvær ástæður fyrir mikilvægi slíkra mælinga. Í fyrsta lagi getur komið í ljós að hegðunin er sjaldgæfari og því mögulega ekki eins alvarlegt vandamál og talið var í byrjun. Í öðru lagi þarf einhver viðmið til að meta…
-
Hindrun þess að barnið geti hagað sér illa þegar það er búið að vinna sér inn verðlaun
Ef veitt eru verðlaun heima fyrir hegðun í skólanum er þetta yfirleitt ekki vandamál. En ef nauðsynlegt er að veita verðlaun áður en barnið er farið úr aðstæðunum má koma í veg fyrir það með því að veita aukaverðlaun ef barnið sýnir áfram viðeigandi hegðun. Ef verið er að nota táknbundið styrkingarkerfi er hægt að…
-
Sjálfsleiðbeining (self-instruction)
Sjálfsleiðbeining er aðferð sem felst í því að nemandanum er kennt að hvísla staðhæfingar til að leiðbeina sér sjálfum og hjálpa honum því að leysa eitthvert verkefni. Það sem þarf að hafa í huga þegar aðferðin er notuð:
-
Virk hunsun (ignoring)
Virk hunsun felst í að veita barni enga athygli beint eftir að það hefur hegðað sér á óæskilegan hátt. Með virkri hunsun er tryggt að það sé ekki óvart umbunað fyrir óviðeigandi hegðun með athygli sem getur falist í því að horfa á barnið, tala við það hvort sem það sé verið að skamma, rökræða…
-
Kynning á táknbundnu styrkingarkerfi
Barnið þarf að skilja hvaða kröfur eru gerðar til þess, hvað sé viðeigandi og óviðeigandi hegðun. Einnig þarf að gera barninu grein fyrir því hverjar séu afleiðingar af viðeigandi (og óviðeigandi hegðun). Ljóst þarf að vera hvað barnið getur fengið í skiptum fyrir stig sem það hefur unnið sér inn, og hvenær verðlaunin séu veitt.…
-
Táknbundið styrkingarkerfi (token economy)
Táknbundið styrkingarkerfi er umbunarkerfi/hvatningakerfi sem felst í því að tafarlaust eða eftir smá bið er verðlaunað fyrir viðeigandi hegðun með ”tákni” (stigum, límmiðum, gervipeningum eða annarri skiptimynt, stimplum eða öðru) sem seinna meir má skipta út fyrir eitthvað eftirsóknarvert, eins og dót og frjálsan tíma eða því sem barnið sækist eftir. Táknið brúar bilið á…
-
Kostnaður verðlauna
Nauðsynlegt er að það sé samræmi á milli þess hvað barnið þarf að gera og stærðar verðlauna.Til dæmis ef barnið á að klára 2 stærðfræðidæmi þá er nýtt leikfang sem verðlaun of stór verðlaun. En ef það eru einu verðlaunin sem barnið girnist er hægt að setja upp táknbundið styrkingarkerfi.Ef barnið þarf að hafa of…
-
Verðlaun
Það er einstaklingsbundið hvað börnum finnst eftirsóknarvert og því er breytilegt á milli barna hvað er hægt að nota sem verðlaun eða viðurkenning fyrir góða hegðun. Oft er best að spyrja barnið einfaldlega hvað því þykir eftirsóknarvert til að komast að því hvað sé hægt að nota sem verðlaun fyrir viðeigandi hegðun. Það er gott…
-
Fyrirbyggjandi aðgerðir/áreitisstjórnun í skólastofum
Þó afleiðingar hegðunar séu mikilvægar til að breyta og auka tíðni viðeigandi og óviðeigandi hegðunar skipta áreiti og/eða atburðir sem koma á undan hegðun miklu máli. Þetta þarf að hafa í huga þegar breyta á hegðun. Fyrirbyggjandi aðgerðir felast í því að breyta þessum áreitum og/eða atburðum sem koma á undan hegðun og hafa þannig…
-
Skýr og ákveðin fyrirmæli
Áður en byrjað er að hafa áhrif á hegðun skiptir máli að barnið viti hvernig starfsfólk ætlar sér að bregðast við viðeigandi og óviðeigandi hegðun þess. Breytingar á afleiðingum hegðunar ættu ekki að koma barninu á óvart. Áríðandi er að fyrirmæli séu alltaf skýr og sett fram með ákveðni, ekki grimmd eða sem hótun heldur…
-
DRL (differential reinforcement of low rates of behavior)
Er aðferð sem felst í að viðhalda ákveðinni hegðun í lágmarki með því að verðlauna fyrir lága tíðni þeirrar hegðunar. Það má haga slíkum skilmálum meðal annars með því að umbuna þegar minna en ákveðin tíðni tiltekinnar hegðunar hefur átt sér stað á einhverju ákveðnu tímabili, til dæmis þegar ljótt orðbragð hefur átt sér stað…
-
Áminning/skammir (Reprimands)
Að veita áminningu er að láta barn vita að ákveðin hegðun þess hafi verið óæskileg. Atriði sem þarf að huga að þegar áminning er gefin: Passaðu að veita ekki óþarfa athygli þegar barninu er veitt áminning. Mikilvægt er að gefa áminningu eins fljótt og auðið er eftir að hegðun hefur átt sér stað. Styttri áminningar…
-
Námsörðugleikar
Sé mikill munur á greindarvísitölu barns og frammistöðu þess í námi telst það vera með sértæka námsörðugleika. Sum börn með námsörðugleika hafa einhvers konar skerðingu á taugastarfssemi. Oft er talað um sértæka námsörðugleika í lestri, stafsetningu, skrift, stærðfræði og jafnvel félagsfærni. Önnur eiga erfitt með nám vegna erfiðra aðstæðna, vanlíðunar í skólaumhverfinu eða fjölskylduaðstæðna eins…
-
Hægfara námundun (successive approximation)
Hægfara námundun er aðferð sem felst í því að umbuna fyrir hegðun sem líkist þeirri hegðun sem verið er að kenna barninu. Ef barn á í erfiðleikum með að gera það sem ætlast er til leiða tilraunir þess ekki til eftirsóknarverðra afleiðinga. Það getur orðið til þess að barnið gefist upp. Hægt er að koma…
-
Lýsandi hrós (descriptive praise)
Lýsandi hrós er hrós þar sem tekið er fram fyrir hvaða hegðun er hrósað. Það er mikilvægt að nota hnitmiðað og beint hrós. Það tryggir að barninu fær að vita fyrir hvað er verið að hrósa. Dæmi um slíkt hrós er að segja „Ég er ánægð að þú vannst verkefnið allan tímann og truflaðir hina…