Fræðsla

  • Refsing

    Refsing kallast hver sá umhverfisþáttur sem birtist eða hættir að birtast í kjölfar hegðunar og verður til þess að hegðunin minnkar í tíðni. Refsing er vandmeðfarin og getur haft slæmar aukaverkanir meðal annars þær að slæma hegðunin sem refsað er fyrir versni með endurtekinni refsingu. Hér er nánast einungis mælt með aðferðum þar sem ákveðin…

  • Styrking

    Styrking kallast hver sá umhverfisþáttur sem birtist eða hættir að birtast í kjölfar hegðunar og verður til þess að hegðunin eykst í tíðni.

  • Virk skilyrðing

    Styrking kallast hver sá umhverfisþáttur sem birtist eða hættir að birtast í kjölfar hegðunar og verður til þess að hegðunin eykst í tíðni. Refsing kallast sá umhverfisþáttur sem birtist eða hættir að birtast á eftir hegðun og verður til þess að hún minnkar í tíðni. Þegar áhrif eru höfð á afleiðingu hegðunar með þeim árangri að…

  • Morningside Academy

    Morningside Academy skólinn í Seattle, Washington í Bandarikjunum notar eingönguraunprófaðar kennsluaðferðir sem kenna rökhugsun, þrautalausnir, samvinnu og gagnrýna hugsun. Nemendur í skólanum vita alltaf hvers er ætlast af þeim dag hvern þar sem þeir hafa yfirlit yfir markmið og kennslu dagsins. Hegðunareglur skólans eru skýrar og safna nemendur stigum fyrir námsframmistöðu og góða hegðun. Í…

  • Stýrð kennsla

    Stýrð kennsla eða Direct Instruction (DI) er kerfisbundin nálgun í kennslu sem samanstendur af þremur þáttum. Í fyrsta lagi felur DI í sér árangursríkar leiðir til þess að kennari og nemandi eigi samskipti þannig að kennslustund hámarki þátttöku nemandans í kennslustundinni. Í öðru lagi felur hún í sér nálgun til þess hvernig eigi að taka…

  • Hröðunarkort

    Í fimiþjálfun  eða precision teaching (PT) eru notuð svokölluð hröðunarkort. Hröðunarkortin eru hlutlæg, stöðluð 140 daga kort sem gefa lesanda kortsins sjónrænar upplýsingar um breytingar á hegðun yfir tíma. Á hröðunarkorti er bæði hægt að skrá rétta og ranga svörun nemandans. Rétt svörun er skráð fyrir ofan 0-línu en röng svörun fyrir neðan 0-línu. Til þess að…

  • Fimiþjálfun

    Fimiþjálfun sem byggir á kennslu eins og Precision Teaching (PT) er leið til þess að æfa færni og mæla árangur kennsluaðferðar. Grunnhugmyndin með PT er að nemandi nái fimi í grunnfærni til þess að hægt sé að blanda ólíka færni í nýja hegðun sem er flóknari og er samsett af mörgum færniseiningum. Það er því hægt að…

  • Hagnýt atferlisgreining

    Aferlisstefnan gerir ráð fyrir að hegðun fari að lögmálum þar sem aðdragandi hegðunar eykur eða dregur úr líkum á henni vegna fyrri tengsla hegðunar við afleiðingu hennar. Rannsóknaniðurstöður á mörgum mismunandi fagsviðum hafa endurtekið rennt stoðum undir þessa forsendu. Afleiðing hegðunarinnar eykur tíðni hennar eða minnkar. Hegðun hefur áhrif á umhverfið/aðstæður þar sem hún á sér stað…

  • Bakgrunnur

    Aferlisstefnan gerir ráð fyrir að hegðun fari að lögmálum þar sem aðdragandi hegðunar eykur eða minnkar líkur á að hún eigi sér stað vegna fyrri tengsla hegðunar við afleiðingu hennar sem hefur fylgt strax á eftir hegðun. Afleiðing hegðunarinnar eykur síðan tíðni hennar eða minnkar. Fyrir utan það að umhverfisþættir sem eiga sér stað rétt…

  • Fimi

    Með fimi (fluency) er átt við að einstaklingur getur sýnt ákveðna færni ósjálfrátt og án þess að hugsa sig um. Að ná fimi krefst mikilla æfinga í því sem verið er að tileinka sér. Frammistaðan verður að vera áreynslulaus, hröð en nákvæm. Það að öðlast fimi í mörgu og alltaf í hverju nýja atriði sem…

  • Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

    Ef áhyggjur koma upp af heyrn eða tjáningu er gjarnan beðið um mat á þessum þáttum hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands þar sem stöðin sér um heyrnarmælingar, greiningu og meðferð á heyrnar- og talmeinum. Á stöðinni er veitt fagleg ráðgjöf og þjálfun og endurhæfing fyrir heyrnarlausa, heyrnarskerta og þá sem eru með heyrnar- og/eða talmein.…

  • Ráðgjafar- og greiningarstöð Ríkisins

    Ef frumgreining sýnir að barn eða unglingur hafi alvarleg frávik í þroska er barninu vísað til Ráðgjafar- og greiningarstöðvar í nánari greiningu. Hlutverk hennar er að sinna börnum og unglingum með alvarlegar þroskaraskanir um allt land. Stöðin hefur þrjú fagsvið; fagsvið einhverfu, fagsvið hreyfi- og skynhamlana og fagsvið þroskahamlana. Þar er gerð nánari greining á…

  • Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL)

    Þegar frumgreining hefur gefið upplýsingar um geðrænan vanda hjá barni/unglingi getur farið af stað ferli sem leiðir til tilvísunar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). BUGL samanstendur af einni göngudeild og tveimur legudeildum; barna- og unglingadeild. Ef frumgreining gefur upplýsingar um geðrænan vanda má vísa máli barns til nánari greiningar til göngudeildar BUGL og mögulega…

  • Geðheilsumiðstöð barna

    Þegar frumathugun hefur átt sér stað, yfirleitt hjá þjónustumiðstöð eða skólaskrifstofu, og sterkar vísbendingar hafa komið fram um athyglisbrest, ofvirkni eða svipuð frávik í hegðun eða líðan hjá börnum á aldrinum fimm til tíu ára er máli barnsins yfirleitt vísað í nánari greiningu til Geðheilsumiðstöðvar barna (GMB). Þeir aðilar sem geta vísað í nánari greiningu…

  • Mótþróaröskun

    Helstu einkenni eru: missa stjórn á skapi sínu, rífast við fullorðna, neita að fara eftir óskum og/eða reglum fullorðinna, pirra fólk vísvitandi, kenna öðrum um eigin mistök, vera hörundsár eða láta pirrast auðveldlega af öðru fólki, reiðast auðveldlega vera full/ur gremju, vera hefnigjarn/hefnigjörn. Um 52% barna sem greinast með mótþróaröskun greinast síðar meir með hegðunarröskun…

  • Tilgangur hegðunar

    Þegar umhverfisþáttur stjórnar hegðun með því að kalla hana fram, auka líkurnar á að hún eigi sér stað eða viðhalda henni er sá umhverfisþáttur oft álitin vera tilgangur hegðunar eða sagt er að hegðunin hafi það hlutverk að nálgast þessa umhverfisþætti Dæmi: Ef barn vill ekki gera það sem það er beðið um að gera  – þá…

  • Hugræn kenning Becks um þunglyndi

    Aaron T. Beck gerði ráð fyrir að neikvæð hugsanaferli hafi orsakaáhrif á þunglyndi. Samkvæmt honum eru þessi hugsanaferli í þremur lögum og kallast ósjálfráðar hugsanir, lífsreglur og kjarnaviðhorf. Kjarnaviðhorf eru grundvallarskoðanir fólks um sjálft sig, annað fólk og heiminn í heild. Samkvæmt kenningu Becks þróar fólk með sér kjarnaviðhorf út frá lífsreynslu sinni. Fólk lítur…

  • Kvíði

    Kvíðin börn sýna oft ekki kvíðaeinkenni í skólaumhverfinu. Þau reyna gjarnan að vera fullkomin og fela hræðslu og kvíða fyrir öðrum. Kvíði getur engu að síður haft áhrif á minni, félagsfærni, einbeitingu, athygli sem og skólamætingu og hvata og getu til þess að læra. Mikilvægt er því að bregðast við ef grunur leikur á að nemandi hafi…

  • Athyglisbrestur með ofvirkni/hvatvísi (ADHD)

    Athyglisbrestur með ofvirkni/hvatvísi vísar til þess sem er í dag talið vera röskun í taugaþroska og hefur áhrif á hegðun. Röskunin er oft kölluð ADHD hérlendis til styttingar á enska heitinu Attention Deficit Hyperactivity Disorder. Einkennum er gjarnan skipt í þrjá flokka: Athyglisbresturinn kemur meðal annars fram í því að einstaklingurinn á erfitt með að…

  • Barnasálfræðingar / Hegðunarráðgjafar

    Hér eru nefndir þeir fagaðilar sem ábyrgðarmenn Ráðavefsins þekkja til og treysta. Innan Reykjavíkurborgar má sækja um hegðunarráðgjöf hjá hegðunarráðgjöfum sem starfa á þjónustumiðstöðum. Farteymi er einnig starfrækt bæði í austur og vestur hluta borgarinnar. Brúarskóli bíður einnig upp á ráðgjöf vegna erfiðrar hegðunar nemenda í grunnskólum í Reykjavík og um allt land. Sálstofan Litla kvíðameðferðarstöðin Einnig…