Grunn hugtök
-
Merkingarbær fyrirmæli
Fyrirmæli eiga að gefa nemendum til kynna að hlýðni leiði til hagstæðra afleiðinga en ekki ef þau hunsa það sem kennarinn segir. Ef það eru engar afleiðingar af því að fylgja eða hunsa fyrirmælum kennara, til dæmis ef kennarinn hrósar aldrei fyrir góða frammistöðu eða þá að nemendur komast upp með vanvirkni, truflandi hegðun eða…
-
Refsing
Refsing kallast hver sá umhverfisþáttur sem birtist eða hættir að birtast í kjölfar hegðunar og verður til þess að hegðunin minnkar í tíðni. Refsing er vandmeðfarin og getur haft slæmar aukaverkanir meðal annars þær að slæma hegðunin sem refsað er fyrir versni með endurtekinni refsingu. Hér er nánast einungis mælt með aðferðum þar sem ákveðin…
-
Styrking
Styrking kallast hver sá umhverfisþáttur sem birtist eða hættir að birtast í kjölfar hegðunar og verður til þess að hegðunin eykst í tíðni.
-
Virk skilyrðing
Styrking kallast hver sá umhverfisþáttur sem birtist eða hættir að birtast í kjölfar hegðunar og verður til þess að hegðunin eykst í tíðni. Refsing kallast sá umhverfisþáttur sem birtist eða hættir að birtast á eftir hegðun og verður til þess að hún minnkar í tíðni. Þegar áhrif eru höfð á afleiðingu hegðunar með þeim árangri að…
-
Hagnýt atferlisgreining
Aferlisstefnan gerir ráð fyrir að hegðun fari að lögmálum þar sem aðdragandi hegðunar eykur eða dregur úr líkum á henni vegna fyrri tengsla hegðunar við afleiðingu hennar. Rannsóknaniðurstöður á mörgum mismunandi fagsviðum hafa endurtekið rennt stoðum undir þessa forsendu. Afleiðing hegðunarinnar eykur tíðni hennar eða minnkar. Hegðun hefur áhrif á umhverfið/aðstæður þar sem hún á sér stað…
-
Bakgrunnur
Aferlisstefnan gerir ráð fyrir að hegðun fari að lögmálum þar sem aðdragandi hegðunar eykur eða minnkar líkur á að hún eigi sér stað vegna fyrri tengsla hegðunar við afleiðingu hennar sem hefur fylgt strax á eftir hegðun. Afleiðing hegðunarinnar eykur síðan tíðni hennar eða minnkar. Fyrir utan það að umhverfisþættir sem eiga sér stað rétt…
-
Hrós
Hrós er jákvæð athygli sem tengist frammistöðu þess sem hrósað er. Ef sá sem er hrósað tengir það við hegðun sem hann hefur sýnt aukast líkurnar á að hann sýni þessa hegðun í framtíðinni. Hrós er besta leiðin til að auka líkur á æskilegri hegðun. Hrós virkar því betur sem viðtakandinn hefur jákvæðara samband og…
-
Tilgangur hegðunar
Þegar umhverfisþáttur stjórnar hegðun með því að kalla hana fram, auka líkurnar á að hún eigi sér stað eða viðhalda henni er sá umhverfisþáttur oft álitin vera tilgangur hegðunar eða sagt er að hegðunin hafi það hlutverk að nálgast þessa umhverfisþætti Dæmi: Ef barn vill ekki gera það sem það er beðið um að gera – þá…
-
Endurgjöf (feedback)
Með endurgjöf er átt við upplýsingar sem barnið fær um frammistöðu sína á frekar hlutlausan hátt. Barnið lærir að auka hegðun sem á að auka eða minnka hegðun sem á að minnka. Barnið fær þá reglulega að heyra hvernig það stendur sig, er það að gera meira/minna en áðan, meira en í morgun, meira en…
-
Notkun stýringar hætt
Það eru til fjórar ólíkar leiðir til að til að hætta notkun stýringar. Hvaða leið er best fer eftir aðstæðum og því hve háð barnið er stýringunni: Það eru til fjórar ólíkar leiðir til að til að hætta notkun stýringar. Hvaða leið er best fer eftir aðstæðum og því hve háð barnið er stýringunni: Mikilvægt…
-
Stýring (prompting)
Stýring felst í því að fá barnið til að sýna viðeigandi hegðun með því að stýra hegðun þess með munnlegum, skriflegum, myndrænum eða efnislegum áminningum áður en tiltekin hegðun á að eiga sér stað eða með því að beita sýnikennslu eða stýra hreyfingum barnsins. Til að gera sér grein fyrir hvers konar stýring er nauðsynleg…
-
Kostnaður verðlauna
Nauðsynlegt er að það sé samræmi á milli þess hvað barnið þarf að gera og stærðar verðlauna.Til dæmis ef barnið á að klára 2 stærðfræðidæmi þá er nýtt leikfang sem verðlaun of stór verðlaun. En ef það eru einu verðlaunin sem barnið girnist er hægt að setja upp táknbundið styrkingarkerfi.Ef barnið þarf að hafa of…
-
Verðlaun
Það er einstaklingsbundið hvað börnum finnst eftirsóknarvert og því er breytilegt á milli barna hvað er hægt að nota sem verðlaun eða viðurkenning fyrir góða hegðun. Oft er best að spyrja barnið einfaldlega hvað því þykir eftirsóknarvert til að komast að því hvað sé hægt að nota sem verðlaun fyrir viðeigandi hegðun. Það er gott…
-
DRL (differential reinforcement of low rates of behavior)
Er aðferð sem felst í að viðhalda ákveðinni hegðun í lágmarki með því að verðlauna fyrir lága tíðni þeirrar hegðunar. Það má haga slíkum skilmálum meðal annars með því að umbuna þegar minna en ákveðin tíðni tiltekinnar hegðunar hefur átt sér stað á einhverju ákveðnu tímabili, til dæmis þegar ljótt orðbragð hefur átt sér stað…
-
Áminning/skammir (Reprimands)
Að veita áminningu er að láta barn vita að ákveðin hegðun þess hafi verið óæskileg. Atriði sem þarf að huga að þegar áminning er gefin: Passaðu að veita ekki óþarfa athygli þegar barninu er veitt áminning. Mikilvægt er að gefa áminningu eins fljótt og auðið er eftir að hegðun hefur átt sér stað. Styttri áminningar…
-
Námsörðugleikar
Sé mikill munur á greindarvísitölu barns og frammistöðu þess í námi telst það vera með sértæka námsörðugleika. Sum börn með námsörðugleika hafa einhvers konar skerðingu á taugastarfssemi. Oft er talað um sértæka námsörðugleika í lestri, stafsetningu, skrift, stærðfræði og jafnvel félagsfærni. Önnur eiga erfitt með nám vegna erfiðra aðstæðna, vanlíðunar í skólaumhverfinu eða fjölskylduaðstæðna eins…
-
Hægfara námundun (successive approximation)
Hægfara námundun er aðferð sem felst í því að umbuna fyrir hegðun sem líkist þeirri hegðun sem verið er að kenna barninu. Ef barn á í erfiðleikum með að gera það sem ætlast er til leiða tilraunir þess ekki til eftirsóknarverðra afleiðinga. Það getur orðið til þess að barnið gefist upp. Hægt er að koma…
-
Lýsandi hrós (descriptive praise)
Lýsandi hrós er hrós þar sem tekið er fram fyrir hvaða hegðun er hrósað. Það er mikilvægt að nota hnitmiðað og beint hrós. Það tryggir að barninu fær að vita fyrir hvað er verið að hrósa. Dæmi um slíkt hrós er að segja „Ég er ánægð að þú vannst verkefnið allan tímann og truflaðir hina…
-
Premack lögmálið/ömmureglan (premack principle)
Reglan felst í því að þegar barnið hefur sýnt viðeigandi hegðun, eins og að leysa erfitt og/eða leiðinlegt verkefni eða að gera tilraun til þess, fær það eitthvað eftirsóknarvert, eins og frjálsan tíma. Dæmi: Ef barn eyðir meiri tíma í að teikna heldur en í lærdóm er hægt að setja þau skilyrði að barnið verði…